Umfjöllun og viðtöl: KA-Fram 23-21 - KA-menn höfðu sigur í spennutrylli Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. september 2020 21:01 Áki Egilsnes er lykilmaður KA. vísir/bára KA tók á móti Fram í 1.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. Liðunum spáð álíka gengi í deildinni í vetur og því búist við hörkuleik. KA-menn áttu stærstu kaupin á félagaskiptamarkaðnum í sumar þegar liðið sótti Ólaf Gústafsson sem hefur gert það gott í atvinnumennsku erlendis undanfarin áratug. Hann var í byrjunarliðinu í kvöld og gerði einu mörkin sem skoruð voru á fyrstu tíu mínútum leiksins. Óhætt að tala um haustbrag þar sem staðan var 2-0 eftir 10 mínútur. Raunar skoraði Ólafur fyrstu fjögur mörk KA en Framarar komust á blað á 11.mínútu leiksins og í kjölfarið var algjört jafnræði með liðunum út fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi jöfn, 8-8. Heimamenn voru öflugri í upphafi síðari hálfleiks og sölluðu inn mörkum á meðan ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Fram. Náðu KA-menn mest fjögurra marka forystu þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leiks. Skömmu áður, um miðbik síðari hálfleiks, fór rauða spjaldið tvisvar á loft. Fyrst fékk Stefán Darri Þórsson að líta beint rautt spjald fyrir að rífa í skothönd Patreks Stefánssonar. Skömmu síðar fékk Ólafur Gústafsson svo tvær tveggja mínútna brottvísanir; þá fyrri fyrir brot og þær síðari fyrir kjaftbrúk. Þetta þýddi jafnframt rauða spjaldið þar sem Ólafur hafði fengið tveggja mínútna brottvísun fyrr í leiknum. Mikið áfall fyrir KA að missa sinn langbesta leikmann af velli fyrir lokamínúturnar og tókst gestunum að færa sér það í nyt. Staðan jöfn á 57.mínútu, 20-20.KA-menn náðu forystunni aftur í 21-20 og í kjölfarið tapaði Þorgrímur Smári Ólafsson boltanum illa. KA-menn geystust í sókn og skoruðu. Fór að lokum svo að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 23-21. Afhverju vann KA? Í jöfnum leik munaði mikið um kaflann í upphafi síðari hálfleiks þar sem KA-menn voru í góðum gír á meðan gestirnir voru heillum horfnir. Það fór því mikil orka í það hjá gestunum að vinna upp forskotið og því áttu KA-menn meira á tanknum í restina. Í raun klaufaskapur KA-manna sem kemur Frömurum inn í leikinn á lokakaflanum. Fyrst rauða spjaldið á Ólaf og svo þegar Jónatan Magnússon, þjálfari KA, fær tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaftbrúk sem gerði það að verkum að KA-menn voru tveimur færri í tvær mínútur á lokamínútum leiksins. Bestu menn vallarins Ólafur Gústafsson var bestur heimamanna á báðum endum vallarins en alls ekki boðlegt fyrir aðalmann liðsins að vera rekinn af velli fyrir kjaftbrúk. Í lið Fram bar Lárus Helgi Ólafsson af. Hélt sínum mönnum inn í leiknum oft á tíðum þegar lítið var að frétta sóknarlega. Jónatan: Óafsakanlegt af okkur Óla „Fyrst og fremst ánægður með að ná að vinna þennan fyrsta leik. Það var vitað mál að Framarar eru með hörkulið og þessi lið eru áþekk. Það var mikill karakter í mínum mönnum,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, í leikslok. „Markaskorun hjá báðum liðum var mjög óvenjuleg, sérstaklega fyrsta korterið. Að því sögðu stóðu varnirnar vel og markverðirnir góðir þar fyrir aftan. Þetta var ekki fallegasti sóknarleikurinn en þeim mun meiri barátta.“ KA-menn gáfu gestunum líflínu með að láta reka sig reglulega útaf á lokakafla leiksins. Jónatan var einn þeirra sem fékk tveggja mínútna brottvísun. „Fyrst er Óli rekinn útaf og er ósáttur við það. Hann gerir eitthvað sem dómurunum mislíkar. Svo fær ég tvær mínútur fyrir að gefa Guðjóni (eftirlitsmanni) góða punkta. Það gerist en er auðvitað óafsakanlegt af mér og Óla en þetta er partur af leiknum. Það var mikið undir og menn að spila með hjartanu. Við komum okkur í ákveðið vesen en við stóðum þetta af okkur,“ sagði himinlifandi Jónatan að lokum. Sebastian: Sóknarleikurinn ekkert minna en hörmung „Við komum hingað til að sækja sigur og allt sem við lögðum upp varnarlega gekk upp hjá okkur í dag. Ég get verið ánægður með það en sóknarleikurinn var ekkert minna en hörmung. Við þurfum bara að vinna í að laga það sem fór úrskeiðis. Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa lítið spilað saman. Það er óöryggi og misskilningur á milli manna. Þetta eru bara smáatriði sem rændu okkur tækifæri á að fara héðan með stig,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram í leikslok. Hann hafði enga skoðun á rauða spjaldinu sem Stefán Darri fékk að líta um miðbik síðari hálfleiks. „Ekki hugmynd. Ég er ekki dómari og ætla ekki að tjá mig um neitt sem tengist dómgæslu í vetur. Ég sé um það sem ég stjórna. Ef ég gerist einhvertímann dómari getur þú spurt mig seinna,“ sagði Sebastian, léttur og þokkalega bjartsýnn á framhaldið. „Það gleymist að í þessu blessaða undirbúningstímabili sem sumir segja það lengsta í sögunni að við máttum ekki æfa með bolta í næstum því fjórar vikur. Það er erfitt að fá leikmenn til að tengjast í sóknarleik þegar það má ekki nota bolta. Þetta er langur vetur og ef við höldum í þennan varnarleik hef ég engar áhyggjur af framhaldinu,“ sagði Sebastian að endingu. Olís-deild karla KA Fram
KA tók á móti Fram í 1.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. Liðunum spáð álíka gengi í deildinni í vetur og því búist við hörkuleik. KA-menn áttu stærstu kaupin á félagaskiptamarkaðnum í sumar þegar liðið sótti Ólaf Gústafsson sem hefur gert það gott í atvinnumennsku erlendis undanfarin áratug. Hann var í byrjunarliðinu í kvöld og gerði einu mörkin sem skoruð voru á fyrstu tíu mínútum leiksins. Óhætt að tala um haustbrag þar sem staðan var 2-0 eftir 10 mínútur. Raunar skoraði Ólafur fyrstu fjögur mörk KA en Framarar komust á blað á 11.mínútu leiksins og í kjölfarið var algjört jafnræði með liðunum út fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi jöfn, 8-8. Heimamenn voru öflugri í upphafi síðari hálfleiks og sölluðu inn mörkum á meðan ekki stóð steinn yfir steini í sóknarleik Fram. Náðu KA-menn mest fjögurra marka forystu þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leiks. Skömmu áður, um miðbik síðari hálfleiks, fór rauða spjaldið tvisvar á loft. Fyrst fékk Stefán Darri Þórsson að líta beint rautt spjald fyrir að rífa í skothönd Patreks Stefánssonar. Skömmu síðar fékk Ólafur Gústafsson svo tvær tveggja mínútna brottvísanir; þá fyrri fyrir brot og þær síðari fyrir kjaftbrúk. Þetta þýddi jafnframt rauða spjaldið þar sem Ólafur hafði fengið tveggja mínútna brottvísun fyrr í leiknum. Mikið áfall fyrir KA að missa sinn langbesta leikmann af velli fyrir lokamínúturnar og tókst gestunum að færa sér það í nyt. Staðan jöfn á 57.mínútu, 20-20.KA-menn náðu forystunni aftur í 21-20 og í kjölfarið tapaði Þorgrímur Smári Ólafsson boltanum illa. KA-menn geystust í sókn og skoruðu. Fór að lokum svo að heimamenn unnu tveggja marka sigur, 23-21. Afhverju vann KA? Í jöfnum leik munaði mikið um kaflann í upphafi síðari hálfleiks þar sem KA-menn voru í góðum gír á meðan gestirnir voru heillum horfnir. Það fór því mikil orka í það hjá gestunum að vinna upp forskotið og því áttu KA-menn meira á tanknum í restina. Í raun klaufaskapur KA-manna sem kemur Frömurum inn í leikinn á lokakaflanum. Fyrst rauða spjaldið á Ólaf og svo þegar Jónatan Magnússon, þjálfari KA, fær tveggja mínútna brottvísun fyrir kjaftbrúk sem gerði það að verkum að KA-menn voru tveimur færri í tvær mínútur á lokamínútum leiksins. Bestu menn vallarins Ólafur Gústafsson var bestur heimamanna á báðum endum vallarins en alls ekki boðlegt fyrir aðalmann liðsins að vera rekinn af velli fyrir kjaftbrúk. Í lið Fram bar Lárus Helgi Ólafsson af. Hélt sínum mönnum inn í leiknum oft á tíðum þegar lítið var að frétta sóknarlega. Jónatan: Óafsakanlegt af okkur Óla „Fyrst og fremst ánægður með að ná að vinna þennan fyrsta leik. Það var vitað mál að Framarar eru með hörkulið og þessi lið eru áþekk. Það var mikill karakter í mínum mönnum,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA, í leikslok. „Markaskorun hjá báðum liðum var mjög óvenjuleg, sérstaklega fyrsta korterið. Að því sögðu stóðu varnirnar vel og markverðirnir góðir þar fyrir aftan. Þetta var ekki fallegasti sóknarleikurinn en þeim mun meiri barátta.“ KA-menn gáfu gestunum líflínu með að láta reka sig reglulega útaf á lokakafla leiksins. Jónatan var einn þeirra sem fékk tveggja mínútna brottvísun. „Fyrst er Óli rekinn útaf og er ósáttur við það. Hann gerir eitthvað sem dómurunum mislíkar. Svo fær ég tvær mínútur fyrir að gefa Guðjóni (eftirlitsmanni) góða punkta. Það gerist en er auðvitað óafsakanlegt af mér og Óla en þetta er partur af leiknum. Það var mikið undir og menn að spila með hjartanu. Við komum okkur í ákveðið vesen en við stóðum þetta af okkur,“ sagði himinlifandi Jónatan að lokum. Sebastian: Sóknarleikurinn ekkert minna en hörmung „Við komum hingað til að sækja sigur og allt sem við lögðum upp varnarlega gekk upp hjá okkur í dag. Ég get verið ánægður með það en sóknarleikurinn var ekkert minna en hörmung. Við þurfum bara að vinna í að laga það sem fór úrskeiðis. Við erum með marga nýja leikmenn sem hafa lítið spilað saman. Það er óöryggi og misskilningur á milli manna. Þetta eru bara smáatriði sem rændu okkur tækifæri á að fara héðan með stig,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram í leikslok. Hann hafði enga skoðun á rauða spjaldinu sem Stefán Darri fékk að líta um miðbik síðari hálfleiks. „Ekki hugmynd. Ég er ekki dómari og ætla ekki að tjá mig um neitt sem tengist dómgæslu í vetur. Ég sé um það sem ég stjórna. Ef ég gerist einhvertímann dómari getur þú spurt mig seinna,“ sagði Sebastian, léttur og þokkalega bjartsýnn á framhaldið. „Það gleymist að í þessu blessaða undirbúningstímabili sem sumir segja það lengsta í sögunni að við máttum ekki æfa með bolta í næstum því fjórar vikur. Það er erfitt að fá leikmenn til að tengjast í sóknarleik þegar það má ekki nota bolta. Þetta er langur vetur og ef við höldum í þennan varnarleik hef ég engar áhyggjur af framhaldinu,“ sagði Sebastian að endingu.