Opnunartími leikskóla í Reykjavík – kyn og kóróna Sóley Tómasdóttir og Sunna Símonardóttir skrifa 11. september 2020 13:00 Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar