Opnunartími leikskóla í Reykjavík – kyn og kóróna Sóley Tómasdóttir og Sunna Símonardóttir skrifa 11. september 2020 13:00 Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir jafnréttismat á áformum meirihluta borgarstjórnar um styttingu opnunartíma leikskólanna. Matið staðfestir réttmæti þeirrar gagnrýni sem áformin sættu á sínum tíma, enda myndu breytingarnar lenda á herðum kvenna í ríkari mæli en karla, þær kæmu verst niður á fólki með ósveigjanlegan vinnutíma og lítið félagslegt bakland; láglaunafólki og fólki af erlendu bergi brotið. Matið er mjög vel unnið, þar sem eigindleg og megindleg gögn eru sett í kynjafræðilegt og sögulegt samhengi. Niðurstaða jafnréttismatsins kemur ekki á óvart en það er umhugsunarefni að ekki sé almennari vitneskja um það sem þar kemur fram. Það er verulegt áhyggjuefni að heilt fagráð skuli taka ákvörðun um styttingu opnunartíma á leikskólum án þess að velta fyrir sér þeim skaðlegu áhrifum sem það myndi hafa fyrir konur og jaðarsetta hópa og þar með samfélagið allt. Þá má þakka fyrir verkferla um jafnréttismat, sem hafa aldeilis sannað tilgang sinn. Eða hvað? Jafnréttismatið sem nú liggur fyrir var ekki sjálfkrafa framkvæmt, heldur var ákvörðuninni beint í þann farveg eftir að hafa mætt gríðarlegri gagnrýni, m.a. af hálfu sérfræðinga á sviði kynja- og fjölbreytileika og foreldra. Framkvæmd jafnréttismatsins var nauðvörn meirihlutans sem þó tekur skýrt fram í sáttmála sínum að þau hyggist þróa áfram kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir og stuðla þannig að jafnrétti og réttlátari nýtingu fjármuna. Undir eðlilegum kringumstæðum væri málinu nú lokið, enda ákvað meirihlutinn að ekkert yrði aðhafst fyrr en jafnréttismat lægi fyrir. Því mætti ætla að niðurstöðurnar yrðu teknar alvarlega og opnunartíminn héldist óbreyttur. En raunveruleikinn er allt annar. „Hér varð hrun“ Eftir allt sem á undan var gengið ákvað meirihlutinn samt að stytta opnunartíma leikskólanna, ekki af þeim meintu faglegu ástæðum sem áður höfðu verið gefnar upp, heldur vegna kórónaveirufaraldursins. Sóttvarnaraðgerðir eru vissulega mikilvægar og eðlilegt að starfsemi Reykjavíkurborgar hafi tekið einhverjum breytingum eins og samfélagið allt þegar faraldurinn skall á. Umtalsverðar breytingar urðu tímabundið á leikskólaþjónustu sem nú hefur verið aflétt að mestu leyti, þó ekki öllu. Frá því í mars hefur opnunartími leikskólanna verið til 16.30 og meirihlutinn hyggst halda því óbreyttu til áramóta ef marka má fundargerðir skóla- og frístundaráðs. Þessi aðferðafræði er kunnugleg, enda skemmst að minnast allra þeirra afleiðinga sem bankahrunið hafði, þar sem öryrkjar og lágtekjufólk tók á sig mun þyngri byrðar en hátekjufólk, þar sem konum var gert að sætta sig við meira langtímaatvinnuleysi en karlar, þar sem niðurskurður bitnaði á grunninnviðum og takmarkaði þar með þátttöku kvenna á vinnumarkaði – af því „hér varð hrun!“ Jafnréttismat er alltaf mikilvægt Í kynjuðu valdakerfi er mikilvægt að greina allar ákvarðanir út frá jafnréttissjónarmiðum, hvort sem um nýjar ákvarðanir er að ræða eða breytingar á eldra fyrirkomulagi. Við eigum að vera komin miklu lengra en svo að það sé hægt að sleppa jafnréttisvinkli af því eitthvað annað sé mikilvægara. Sóttvarnaraðgerðir hafa nú þegar haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna og jaðarsettra hópa, heimilisofbeldi hefur aukist og ábyrgðardreifing á heimilum hefur skekkst. Þetta staðfesta allar nýlegar greiningar og rannsóknir. Það liggur fyrir jafnréttismat sem mælir eindregið gegn styttingu opnunartíma leikskóla í Reykjavík. Við slíkar aðstæður er engin leið að réttlæta ákvörðun meirihlutans. Kreppan sem kúgunartæki? Hvernig getur það gerst að meirihluti sem kennir sig við jöfnuð og kvenfrelsi leggi fram tillögu sem vitað er að mun bitna á konum og jaðarsettu fólki í Reykjavík, bakki svo smá vegna gagnrýni, láti jafnréttismeta hana en fari samt sínu fram þrátt fyrir allt í skjóli heimsfaraldurs? Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um þá sannfæringu sem liggur að baki heilum kafla um kynjajafnrétti og kjaramál í meirihlutasáttmála Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og þá pólítík sem meirihluti borgarstjórnar er raunverulega að reka. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar