Sjúkraliðar horfa til framtíðar Sandra B. Franks skrifar 10. september 2020 07:30 Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar