Erlent

Fækkar í her­liðinu í Írak um 2.200

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í síðasta mánuði áætlanir sínar um að kalla bandarískt herlið heim frá Írak eins fljótt og auðið er.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í síðasta mánuði áætlanir sínar um að kalla bandarískt herlið heim frá Írak eins fljótt og auðið er. Getty

Bandaríkjaher mun á næstu vikum fækka í herliði sínu í Írak um 2.200. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu fer því úr um 5.200 í um þrjú þúsund.

Hershöfðinginn Kenneth McKenzie, sem stýrir aðgerðum Bandaríkjahers í Miðausturlöndum, greindi frá þessu í morgun.

Í frétt BBC er haft eftir McKenzie að þeir bandarísku hermenn sem eftir verða í Írak muni halda áfram að veita írökskum öryggissveitum ráðgjöf og annars konar aðstoð við það að „uppræta síðustu leifar“ hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í síðasta mánuði áætlanir sínar um að kalla bandarískt herlið heim frá Írak eins fljótt og auðið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×