Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 19:02 Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum. Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í gær að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann 25. nóvember. Boðað verkfall nær til allra vinnustaða lækna tvo til fimm daga í viku, frá miðnætti og til hádegis daginn eftir, þá daga sem verkfall er boðað. Hlé verður á verkfallsaðgerðum yfir jól og áramót, en ljóst er að ef af verkfallinu verður mun það hafa mikil áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnanna. „Það mun hafa gríðarleg áhrif. Það verður nánast engin læknisþjónusta hjá okkur alla þessa daga. Við munum náttúrlega vera með öryggisstarfsemi, á öryggisvöktum, þannig það verða læknar á öllum okkar starfstöðum. En það verður engin læknisþjónusta veitt nema það séu bara mjög bráð erindi,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þegar getur verið langur biðtími eftir að komast að hjá lækni, og ljóst að verkfall muni hafa frekari neikvæðar afleiðingar hvað varðar biðtíma. „Þetta mun alla veganna ekki hjálpa til því þarna myndast bara þá erindi sem hefur ekki verið sinnt í nokkra daga og sem bíða þá bara og bætast enn við þau verkefni sem við ekki náum að sinna á hverjum degi. Þannig þetta mun bara hafa slæm áhrif á allt saman,“ segir Sigríður Dóra. Hún vonar að ekki komi til verkfalla sem að óbreyttu hefjast eftir rúmar tvær vikur. „Bara reynið að semja, finna lausn og semja. Það er bara mjög mikilvægt í okkar huga.“ Öryggismönnun á Landspítala Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum binda stjórnendur þar enn vonir við að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Þar verður hins vegar skilgreind öryggismönnun í gildi ef að verkfalli verður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef ekki tekst að semja áður en verkföll skella á. „Það eru alveg möguleikar í stöðunni, það er búið að leggja það mikla vinnu í þetta og ég er ennþá bara mjög vongóður um að það náist fyrir 25.,“ segir Willum.
Kjaramál Heilsugæsla Kjaraviðræður 2023-24 Heilbrigðismál Læknaverkfall 2024 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira