Mildur við stórútgerðina grimmur við trillukarla Arnar Atlason skrifar 9. september 2020 14:00 Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Sjávarútvegur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í stjórnsýslu hverrar þjóðar er það öðru mikilvægara að jafnræðisreglan sé viðhöfð. Að sama skapi verða þeir er til æðstu embætta þjóðar veljast að vera yfir allan vafa hafnir, er kemur að áhrifum vegna vina og kunningjatengsla. Sama gildir um tengsl við hagsmunahópa sem mikið hafa um málefnin að segja. Í þessu sambandi er athyglisvert að horfa til ákvarðana er teknar hafa verið tengt íslenskum sjávarútvegi undanfarið. Jón og séra Jón Nú í ágúst mánuði myndaðist mikill þrýstingur meðal strandveiðimanna um að bætt yrði óverulega við heimildir þeirra svo þeim gæti orðið mögulegt að stunda veiðar til ágústloka. Málið snerist ekki um fleiri þúsund eða tugi þúsunda tonna heldur einungis á bilinu 1000-1500 tonn. Ákvörðunin snerist um það hvort nokkur hundruð einstaklingar yrðu atvinnulausir, seinni hluta mánaðarins. Tonn þessi höfðu reyndar að stóru leiti fallið dauð niður árið áður þar sem ekki hafði náðst að veiða þau. Ákvörðun ráðuneytis er um málið fjallar var að ekki væri unnt að verða við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Að sama skapi var ekki orðið við beiðni um að veiðar yrðu framlengdar út september mánuð. Á svipuðum tíma þó nokkru fyrr var tekin fyrir beiðni í sama ráðuneyti þess efnis að auka heimild handhafa veiðiheimilda til að færa 10% meira af heimildum milli ára vegna Covid 19. Þarna er um að ræða aðgerð sem gat valdið því að 20-30 þúsund tonn yrðu ekki veidd fyrr en ári seinna. Á tímum aukins atvinnuleysis er athyglisvert að það blasir við að þessi aðgerð ein og sér leiðir til aukins atvinnuleysis til skemmri tíma. Erindið var samþykkt í ráðuneytinu og heimildin aukin um 10%. Fjölgum störfum við fiskvinnslu Samtök Fiskframleiðenda og Útflytjenda hafa um áraráðir farið þess á leit, við ráðuneyti sem um sjávarútveg fjalla, að leitað verði allra leiða til þess að ýta undir fullvinnslu fisks á Íslandi með það að markmiði að auka þjóðarhag. Ítrekað hefur verið bent á að þjóðin verði af þjóðartekjum þó svo einstaka útgerð beri hag af útflutningi starfa með þessum hætti. Skemmst er að minnast þess að á síðasta ári var útflutningur þessi liðlega 50 þúsund tonn og má heimfæra að það þýði að nokkur hundruð störf í landinu tapist auk fylgjandi þjóðartekna. Aldarfjórðungur er liðinn frá því að línutvöföldun var aflögð. Veiðiheimildum sem þar voru nýttar voru teknar og úthlutað til handhafa veiðiheimildanna. Ráðstöfunin byggði á línuveiðum. Skilyrði sem leiddi til fleiri starfa sem og aukinnar verðmætasköpunnar innanlands. Tugþúsundir tonna til fullvinnslu erlendis Reglum varðandi útflutning á óunnum afla var jafnframt breitt fyrir nokkrum árum síðan. Á þann máta að nú eru það ekki lengur opinberar upplýsingar hverjir flytja afla út með þessum hætti. Handhafar veiðiheimildanna geta þannig alfarið komist hjá vinnslu afla hér innanlands ef þeim sýnist svo. Þeir flytja nú þegar tugþúsundir tonna úr landi með þessum hætti. Sjávarútvegsráðherra hefur alfarið valið að skipta sér ekki af þessu á nokkurn hátt, hvorki með því að ýta undir vinnslu hér innanlands eða hamla útflutning þessum á nokkurn hátt. Fákeppni orðið raunverulegt vandamál Núverandi ráðherra sjávarútvegsmála, skipaði á árinu 2019 starfshóp sem fara skyldi ofan í kjölin á þremur atriðum sem betur mættu fara í íslenskum sjávarútvegi. Brottkast fisks, svindl við vigtun afla og óeðlilega mikla samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi. Ráðherra setti reyndar ekki þennan starfshóp saman sjálfviljugur heldur hafði Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fiskistofu með þessum þáttum. Fiskistofu ber að fylgjast með þeim en þeir sem til þekkja vita að það gerir hún veikum mætti. Frumvarp ráðherra í framhaldi af vinnu starfshópsins er að mínu viti vonbrigði. Fákeppni í íslenskum sjávarútvegi er orðið raunverulegt vandamál sem þeir sjá sem vilja. Gullegg íslenskrar þjóðar Sjávarútvegur, hvort sem um ræðir veiðar, vinnslu, tækniþróun eða markaðssetningu, er og verður gullegg íslenskrar þjóðar. Ef ekki er hugað að grundvallar samkeppnis þáttum sem honum tengjast og sett raunveruleg markmið um aukin hagvöxt vegna hans, mun íslensk þjóð verða af gríðarlegum verðmætum. Það er á ábyrgð fólks á æðstu ábyrgðastigum okkar að sjá til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun