Sport

Knatt­spyrnu­félagið Valur fékk lang­stærsta styrkinn frá ÍSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur trónir á toppi bæði Pepsi Max deildar karla og kvenna í knattspyrnu.
Valur trónir á toppi bæði Pepsi Max deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Vísir/Daniel

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf íþróttahreyfingu landsins 150 milljónir í dag til viðbótar við þær 300 sem voru greiddar út fyrr í sumar. Þetta kom fram í tilkynningu sem ÍSÍ gaf út í dag og Vísir greindi frá.

Greiðslur dagsins voru til félaga sem sóttu um vegna sértækra aðgerða sökum kórónufaraldursins. Félögin þurftu að sækja sérstaklega um og var úthlutun fjármagns svo byggð á tillögum vinnuhóps sem ÍSÍ hafði skipað.

Í tilkynningu ÍSÍ má sjá hvaða íþróttafélög fengu styrk vegna sértækra aðgerða og hversu mikið hvert lið fékk.

Knattspyrnufélagið Valur fékk langtum stærsta styrkinn eða alls 17 milljónir króna. 

Þar á eftir kom Keflavík með tæplega 12 milljónir króna. Þá fengu Haukar og Fimleikasamband Íslands rúmar 11 milljónir, Stjarnan rúmar níu milljónir og Hestamannafélagið Geysir rúmar átta milljónir.

Yfirlit yfir alla styrki má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×