Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 21:00 Ancelotti og Rodriguez þekkjast ágætlega en Ancelotti þjálfaði hann hjá Real Madrid sem og Bayern München. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Kólumbíski miðjumaðurinn James Rodriguez mun skrifa undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton á morgun ef marka má Phil McNulty, blaðamann BBC. Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Rodriguez í læknisskoðun í dag. Félagaskiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Carlo Ancelotti – þjálfari Everton – þjálfaði Rodriguez hjá bæði Real Madrid og Bayern München. Rodriguez væri fyrstu alvöru leikmannakaup Ancelotti síðan hann tók við stjórnartaumum Everton í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Real Madrid undanfarin misseri og var til að mynda lánaður til Þýskalandsmeistara Bayern. Leikmaðurinn á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real og því er talið að Everton fái hann fyrir í kringum 20 milljónir punda. Talið er að hinn 29 ára gamli Rodriguez skrifi undir þriggja ára samning við Bítlaborgarfélagið á morgun. Rodriguez hefur aðallega spilað í „tíunni,“ það er að segja í holunni fyrir aftan sóknarmanninn. Síðan Ancelotti tók við hefur hann aðallega spilað hefðbundið 4-4-2 leikkerfi og því áhugavert að sjá hvort hann breyti um taktík með tilkomu Rodriguez eða hvort Kólumbíumaðurinn muni ef til vill leika á kantinum. After completing deals for James Rodriguez and Allan, Everton are now one step away from signing also Abdoulaye Doucouré. 25m to Watford possible final fee but some detail still to be resolved. Personal terms ok. Ancelotti is making business... #EFC #Everton— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 2, 2020 McNulty segir Everton einnig svo gott sem búið að fjárfesta í hinum 27 ára gamla Abdoulaye Doucoure, miðjumanni Watford, á 25 milljónir punda. Þá ku Allan, 29 ára miðjumaður Napoli, vera á leiðinni í raðir félagsins en Ancelotti þekkir hann frá tíma sínum með ítalska félagið. James Rodriguez and Allan will both undergo medicals tomorrow before completing deals to join Everton.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 1, 2020 Það er því ljóst að landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mun eiga undir högg að sækja á komandi tímabili fyrst Ancelotti er að kaupa þrjá leikmenn sem spila allir sömu stöður og íslenski miðjumaðurinn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30