Fótbolti

Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinirnir Lionel Messi og Luis Suarez fagna saman mörkum hjá Inter Miami þessa dagana.
Vinirnir Lionel Messi og Luis Suarez fagna saman mörkum hjá Inter Miami þessa dagana. Getty/Simon Bruty

Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins, vill leiða argentínska landsliðið út á völlinn á næsta heimsmeistaramóti. Þetta segir liðsfélagi hans hjá Inter Miami, Luis Suárez.

Messi er 37 ára gamall og var valinn besti leikmaður síðasta heimsmeistaramóts sem fór fram í Katar 2022. Hann hefur ekki gefið það út hvort hann verði með á HM næsta sumar.

Luis Suárez var í viðtali við spænska blaðið El Pais og blaðamaðurinn spurði hann hvort hann og Messi höfðu rætt saman um að setja skóna upp á hilluna.

„Nei en við ræðum ýmsa hluti. Við höfum oft grínast með þetta en Messi vill spila á HM næsta sumar,“ sagði Luis Suárez.

„Auðvitað, þar sem ég hef verið lengi í burtu frá landsliðinu, þá er minnkar löngunin meira hjá mér en honum. Við höfum ekki talað beint um það að leggja skóna á hilluna,“ sagði Suárez.

Messi átti frábært heimsmeistaramót fyrir þremur árum og varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Hann vann síðan Suðurameríkukeppnina í fyrra.

Argentínska landsliðið er þegar búið að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti sem er fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

En er Messi búinn að segja Suárez að henni verði með? „Nei, nei. nei. Ég er heldur ekkert að spyrja hann um það. Ég þekki hann vel og er því ekkert að angra hann með því að spyrja út í svona hluti. Tíminn mun leiða þetta í ljós,“ sagði Suárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×