Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 21:05 Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita honum orðuna. Getty/Mark Wilson Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018. Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018.
Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira