Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 16:05 Sigrún Helga Lund gat ekki horft upp á hóp manna ganga í skrokk á liggjandi manni. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent