Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 16:05 Sigrún Helga Lund gat ekki horft upp á hóp manna ganga í skrokk á liggjandi manni. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur vakið mikla athygli eftir að myndband af svæsnum hópslagsmálum á Laugavegi nú um helgina brutust út. Þar má sjá hvar hún hleypur inn í þvöguna og leysir slagsmálin upp. „Maður getur ekki setið inni og drukkið bjór þegar maður sér sparkað í höfuðið á liggjandi manni,“ segir Sigrún Helga í samtali við Vísi. Brá þegar hún sá myndbandsupptökuna Eins og fram hefur komið eru umrædd slagsmál verulega harkaleg en málið er nú til rannsóknar. Á meðfylgjandi myndbandsupptöku má sjá tilþrifin sem Sigrún Helga sýnir. Óhætt er að fullyrða að flestir hefðu veigrað sér við því að láta til sín taka við þessar aðstæður og sýna þá dirfsku sem til þarf. Fréttablaðið greindi frá því að kona sem sést þjóta milli slagsmálaseggjanna er Sigrún Helga. Hún er margfaldur Íslands- og Evrópumeistari í brasilísku bardagalistinni Jiu Jitsu og segir spurð ekki fráleitt að telja það hafi hjálpað uppá sakirnar; að hafa til að bera það sjálfstraust sem þarf til að láta til sín taka með þessum hætti. Annars var um nánast ósjálfráð viðbrögð að ræða. „Ég hugsaði ekki mikið. Ég bara hljóp,“ segir Sigrún Helga. Hún segir að sér hafi reyndar brugðið í brún þegar hún svo sá myndbandsupptökuna af atburðinum og áttaði sig á því hversu harkaleg slagsmálin voru. Fékk hálfgert sjokk. Bara kona að detta í fertugt En Sigrún Helga var hvergi smeyk meðan á þessu stóð. Þú bara veður inní hópinn hvergi smeyk? „Já. Ég hef aldrei orðið vitni af svona hópslagsmálum áður. Sá er kannski munurinn. Kannski er auðveldara fyrir konur að hlaupa inni í svona. Ég var aldrei hrædd um að þeir myndu ráðast á mig.“ Sigrún var á Session Craft Bar ásamt vinkonu sinni Kristínu Helgu Karlsdóttur. Eins og segir í Fréttablaðinu sátu þær á næsta borði við Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúi Pírata, sem hafði séð slagsmálin út um gluggann. Sigrún Helga ákveðið að skakka leikinn þegar hún sá hóp sparka í liggjandi mann. Í samtali við Vísi hlær Sigrún Helga við spurð hvort hún sé enn að keppa í Jiu Jitsu. „Ég er nú bara kona að detta í fertugt!“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin og viðtal við Sigrúnu Helgu af vettvangi. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira