Innlent

Telja sig vita af hverjum líkið er

Sylvía Hall skrifar
Málið er enn til rannsóknar. 
Málið er enn til rannsóknar.  Vísir/vilhelm

Uppfært 13:50:

Ekki er búið að bera kennsl á líkið en lögregla gengur út frá því að um ákveðinn aðila sé að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir kennslanefnd enn vera að störfum en það gæti tekið nokkra daga til viðbótar.

„Staðan á málinu er að það er enn í höndum kennslanefndar. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðum þar, en það er ekki komin niðurstaða,“ segir Margeir í samtali við Vísi.

„Við göngum út frá því að þetta sé ákveðinn aðili en við getum ekki fullvissað um það, við þurfum að fá staðfestingu frá kennslanefndinni að svo sé.“

Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar, útskýrði störf kennslanefndar í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í vikunni. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Hér að neðan má lesa upprunalegu fréttina:

Búið er að bera kennsl á líkið sem fannst í Breiðholti fyrir viku síðan. Líkið er af 79 ára karlmanni en það fannst í skógi við Hólahverfi í Breiðholti síðastliðinn föstudag.

Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Að sögn Gunnars er málið enn til rannsóknar og á borði miðlægrar deildar lögreglunnar.

Greint var frá því um síðustu helgi að lögreglan taldi sig vita af hverjum líkið væri og reyndist sá grunur réttur að sögn Gunnars. Ekki hafði verið lýst eftir manninum en talið er að líkið hafi legið í skóginum í jafnvel nokkra mánuði.

Ekki náðist í lögreglumenn innan miðlægrar deildar lögreglunnar við vinnslu fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×