Mun friðhelgi einkalífs kosta meira í framtíðinni? Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Persónuvernd Neytendur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun