Mun friðhelgi einkalífs kosta meira í framtíðinni? Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Persónuvernd Neytendur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta föstudag birtist frétt á Vísi um nýjung sem tryggingafélagið VÍS hyggst setja á markað um næstu áramót. Nýjungin er kubbur sem settur er í bíla og er þeim eiginleikum búinn að geta fylgst með akstri bílstjóra, meðal annars hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Þær upplýsingar sem verða til mun VÍS svo nota til að bjóða viðskiptavinum sínum betri kjör, þ.e. þeir sem hafa hagað sér vel í umferðinni munu greiða lægra gjald fyrir tryggingarnar. Að sögn forstjóra VÍS er um að ræða „upphæðir sem skipta máli.“ Betri og hagkvæmari þjónusta á kostnað friðhelgi einkalífs Góð og hagkvæm þjónusta fyrirtækja grundvallast á persónulegri þjónustu. Til þess að persónuleg þjónusta verði sem best þurfa fyrirtæki að þekkja viðskiptavininn vel, og helst betur en keppinautar þess. Þekking á viðskiptavinum byggir í raun á þeim gögnum sem þeir láta af hendi. Þeim ítarlegri sem gögnin eru, þeim mun auðveldara er að skilja þarfir þeirra og þar með selja þeim betri þjónustu. Í þeirri nýjung sem VÍS hyggst bjóða upp á felst að þeir sem keyra vel og ákveða að deila upplýsingum með fyrirtækinu munu greiða minna en þeir sem kjósa að gera það ekki. Óhjákvæmilega verða því viðskiptavinir fyrirtækisins að gefa eftir hluta af friðhelgi sinni til þess að fá betri og persónulegri þjónustu. Í þessu samhengi má einnig velta því fyrir sér hversu langt sum tryggingafélög ætli inn á friðhelgi einkalífs fólks í framtíðinni. Eftirlit þeirra með akstri viðskiptavina er fjarri því að vera það eina sem þau hafa í hyggju að fylgjast með. Úti í heimi fylgjast sum þeirra með matarkörfu viðskiptavina sinna, en þar er tilgangurinn að bjóða þeim sem kjósa „hollari lífstíl“ betra verð á tryggingum. Kostar það okkur eitthvað annað að vera undir eftirliti? Það er manninum eðlislægt að vera ekki undir eftirliti og þegar enginn er að fylgjast með getum við verið við sjálf. Eftirlit hefur um aldir verið notað til að hafa stjórn á fólki, meðal annars föngum í fangelsi. Þess má geta að ekki skiptir máli hvort eftirlitið sé raunverulega til staðar, heldur eingöngu sú tilhugsun um að einhver gæti verið að fylgjast með. Eftirlit tryggingafélaga með akstri ökumanna mun án nokkurs vafa hafa áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Ekki verður um það deilt að í sumum tilfellum kann það að vera til góðs, svo sem með fækkun umferðarslysa. Ekki verður þó heldur um það deilt að það mun setja pressu á ökumenn um að haga sér innan þess ramma sem samþykktur hefur verið. Þeir munu jafnframt velta því fyrir sér hvort tryggingafélagið hafi tekið eftir því þegar þeir fara út fyrir rammann. Hið sama á við um alla þá sem kaupa þjónustu af fyrirtæki þar sem fyrir fram samþykkt hegðun er hluti af kaupi og kjörum. Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun