Íslenski boltinn

Tindastóll vann toppslaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Murielle Tiernan skaut Stólunum á toppinn.
Murielle Tiernan skaut Stólunum á toppinn. Vísir/Facebook-síða Tindastóls

Tindastóll vann Keflavík 3-1 á útivelli í uppgjöri toppliða Lengjudeildar kvenna í fótbolta. Var þetta eini leikurinn á dagskrá í dag.

Murielle Tiernan heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Stóla en hún hafði gert tvö fyrir hálfleik í dag. Staðan 2-0 gestunum frá Sauðárkróki í vil. Hún fullkomnaði þrennu sína strax í upphafi þess síðari en Natasha Moraa Anasi minnkaði muninn fyrir Keflavík á 57. mínútu.

Nær komst Keflavík ekki og lauk leiknum með 3-1 sigri gestanna.

Tindastóll er því með tveggja stiga forystu á Keflavík þegar níu umferðum er lokið. Tindastóll með 22 stig en Keflavík með 20.

Þá er Murielle orðin langmarkahæst í deildinni með 11 mörk í níu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×