Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 12:33 Víkingur og Breiðablik leika í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta fimmtudag. Breiðablik mætir Rosenborg í Noregi en Víkingur sækir Olimpija Ljubljana heim til Slóveníu. samsett/daníel Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér . Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér .
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00