Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 12:33 Víkingur og Breiðablik leika í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta fimmtudag. Breiðablik mætir Rosenborg í Noregi en Víkingur sækir Olimpija Ljubljana heim til Slóveníu. samsett/daníel Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér . Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér .
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti