Hringurinn komin aftur á fingurinn eftir sautján ára fjarveru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2020 19:15 Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær. Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær.
Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira