Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 19:28 Trump vill fá að loka á fólk á Twitter. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira