Færri fagmenn en betri fangar? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 3. mars 2020 14:00 „Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun