Færri fagmenn en betri fangar? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 3. mars 2020 14:00 „Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun