Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:07 Hjúkrunarfræðingur í hlífðarbúningi. vísir/vilhelm Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira