Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2020 17:12 Signý Óskarsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla. Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sér hún fram á nánara samstarf í skólamálum, sem kallar á betri samgöngur milli byggðanna. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum: Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Ég mundi vilja sjá betri veg yfir Öxi, heilsárveg þar. Það mundi hjálpa okkur mjög mikið og gleðja.“ Þannig svarar Signý Óskardóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, spurningu í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þurfi að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. Þetta er einnig það sem kaupakonan í Bakkabúð, Elísabet Guðmundsdóttir, nefnir en hún á dóttur í heimavist í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Öxi eða Axarvegur nefnist fjallvegurinn milli Skriðdals og Berufjarðar en um hann liggur stysta leiðin milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogs. Það tekur um klukkustund fyrir Djúpavogsbúa að komast til Egilsstaða með því að fara Öxi en ef þessi 532 metra hái fjallvegur er lokaður, og aka þarf firðina eða um Breiðdalsheiði, lengist ferðatíminn um fjörutíu til fimmtíu mínútur. Frá veginum yfir Öxi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Betri Axarvegur er ein helsta forsenda sameiningar Djúpavogshrepps við Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð og Borgarfjörð eystri, sem samþykkt var í haust, en samkvæmt henni hættir Djúpivogur að vera til sem sjálfstætt sveitarfélag á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, er áætlað að 2.800 milljónir króna kosti að byggja upp veginn Um Öxi. Þar er mörkuð sú stefna að verkið verði fjármagnað í samstarfi við einkaaðila og miðað við að ríkið greiði 50 prósent en nánari útfærsla á því liggur ekki fyrir. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir að 1.400 milljóna framlag ríkisins komi á árunum 2021 til 2023. Þátturinn frá Djúpavogi verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag, kl. 15.55. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Hornafjörður Samgöngur Seyðisfjörður Skóla - og menntamál Um land allt Umferðaröryggi Tengdar fréttir Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. 26. nóvember 2019 20:15
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1. mars 2020 12:45