Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 10:20 Frá mótmælunum á Jafnréttisþinginu sem eru þögul. Vísir/Þórir Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla „virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“. Blaðamaður Vísis á svæðinu segir liðsmönnum Eflingar hafa verið fagnað með lófataki við komuna. Starfsfólk Eflingar í Reykjavík er sem kunnugt er í verkfallsaðgerðum sem meðal annars hafa leitt til þess að kennsla hefur verið felld niður í Réttarholtsskóla í dag og á morgun þar sem allir sem sinna þrifum í skólanum eru í verkfalli. Sólveig Anna ásamt félögum sínum í Hörpu í morgun.Vísir/Þórir Eflingarfólk hittist við Eflingarhúsið við Guðrúnartún klukkan 9:30 og hélt þaðan niður að Hörpu. „Myndum órjúfanlega blokk. Tryggjum að ráðamenn horfi ekki lengur í gegnum okkur. Samstaða er okkar beittasta vopn! Saman breytum við samfélaginu!“ sagði í hvatningarskilaboðum til félagsmanna á vefsíðu Eflingar í gær. Mótmælin voru þögul framan af en að lokinni ræðu forsætisráðherra hófust köll frá Eflingarfólki.Vísir/Sigurjón Fundi samningarnefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í gær lauk án árangurs. Efling lýsti því að enn á ný hefði borgin slegið á sáttahönd láglaunafólks. Borgarstjóri segir tilboð upp á 420 þúsund króna grunnlaun fyrir ófaglærða starfsmenn á borðinu og að auki 40 þúsund króna álagsgreiðsla. Líklega væri um að ræða mestu hækkun lægstu launa sem samið hafi verið um. Að lokinni ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í upphafi þingsins stýrði Sólveig Anna hrópum. Spurði fylgisfólk sitt hvað þau vildu og allir hrópuðu „leiðréttingu“. Myndskeið frá mótmælunum má sjá hér að neðan. Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira