Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:31 Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hampiðjan Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur