Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:31 Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hampiðjan Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira