Týnd börn, dularfull dauðsföll og dómsdagsspá Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 18:18 Lori Daybell. Lögregla á KAUAI Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp. Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Lögregla á Hawaii í Bandaríkjunum handtók á fimmtudag konu á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa yfirgefið og vanrækt börn sín tvö. Ekkert hefur spurst til barnanna síðan í september. Erlendir miðlar hafa lýst málinu sem afar einkennilegu en það teygir anga sína víða um Bandaríkin - og tengist a.m.k. tveimur dularfullum dauðsföllum. Konan heitir Lori Daybell og er 46 ára. Hún hefur verið á Hawaii síðan í nóvember, eftir að lögregla í Idaho-ríki yfirheyrði hana vegna hvarfs barna hennar í nóvember síðastliðnum. Daybell er talin hafa verið meðlimur í sértrúarsöfnuði og er sögð hafa verið heltekin af heimsendi, sem hún taldi yfirvofandi. Daybell var leidd fyrir dómara á Hawaii í gær en hún er ákærð fyrir að yfirgefa börn sín tvö, Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald gegn tryggingu og verður leidd fyrir dómara á ný 2. mars. Dauðsfall bæði eiginmanns og bróður Máli Daybell og barna hennar hefur verið lýst sem afar einkennilegu, og jafnvel dularfullu, í fjölmiðlum vestanhafs. Daybell flutti til Idaho í ágúst síðastliðnum eftir að bróðir hennar skaut þáverandi eiginmann hennar til bana. Bróðirinn, sem lést af óþekktum orsökum í desember, kvaðst hafa skotið eiginmanninn í sjálfsvörn. Þá báðu föðuramma og -afi annars barnsins lögregluþjóna að vitja Daybell og barnanna í nóvember. Lögregla kveðst svo nokkru síðar hafa komist að því að ekkert hafi spurst til barnanna síðan í september. Börn Daybell, þau Joshua Vallow sjö ára og Tylee Ryan, sautján ára. Daybell er sögð hafa veitt lögreglu misvísandi svör við skýrslutöku. Hún hafi logið til um það hvar börnin væru niðurkomin, sem og tilvist þeirra. Daginn eftir skýrslutökuna var hún á bak og burt en lögregla fann um svipað leyti föt og leikföng í eigu barnanna í yfirgefnu geymsluhúsnæði. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu Þá er haft upp úr skjölum tengdum skilnaði Daybell og áðurnefnds eiginmanns hennar sem skotinn var til bana að hún væri með dauðann og „dulrænar sýnir“ á heilanum. Hún væri jafnframt sannfærð um að hún væri útvalin til að framfylgja dómsdagsspá í júlí árið 2020. Daybell giftist Chad Daybell, höfundi heimsendatengdra skáldsagna, í október síðastliðnum. Þau eru bæði sögð hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuði sem mælti með því að meðlimir væru ætíð undirbúnir fyrir yfirvofandi ragnarök. Tammy Daybell, fyrrverandi eiginkona Chads, lést tveimur vikum áður en hann giftist Lori [Daybell]. Ekki var talið að andlát hennar hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglu þótti þó grunsamlegt hversu hratt brúðkaup Chads og Lori bar að eftir andlát Tammy og lík hennar var því grafið upp.
Bandaríkin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira