Tölurnar mest sláandi hjá 10 til 14 ára drengjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2020 22:00 Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Skjáskot/Stöð 2 Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira