Skyggnst inn í Hegningarhúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 14:01 Endurbætur á Hegningarhúsinu hófust árið 2020 en engin starfsemi hefur verið í húsinu frá árinu 2016. Nú standa framkvæmdir innandyra sem hæst, auk þess se verið er að byggja veitingaskála í fangelsisgarðinum. Vísir Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um. Hegningarhúsið hér við Skólavörðustíg var notað sem fangageymsla til ársins 2016. Svo hófust framvæmdir 2020 og gert er ráð fyrir að hægt verði að opna húsið almenningi að ári liðnu. Minjavernd hefur staðið að endurgerð hússins, sem hófst með algerri lagfæringu á ytra byrðinu fyrir fimm árum. Nú er verið að taka húsið í gegn að innan og meðal annars endurgera fangaklefana í austurenda hússins. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar vonar að hægt verði að opna húsið almenningi eftir um það bil ár.Vísir/Bjarni „Þennan hérna klefa sjáum við fyrir okkur að gera sem upprunalegastan. Það eru til tvær, þrjár myndir innan úr fangaklefum. Reyndar ekki alveg upphaflega en myndir sem eru teknar rétt upp úr 1900,“ segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Þá var blessuðum föngunum boðið upp á eitt svona veggfast borð og veggfast sæti til að tylla sér á. Síðan var einn rúmbálkur. Meira var ekki á boðstólnum.“ Takmarkaðir nýtingarmöguleikar Húsið er nokkuð erfitt hvað nýtingu snertir. Auglýst verður eftir hugmyndum eftir áramót en eitt er víst - að húsið verður öllum opið. „Bæði hvað yfirbragð og staðreyndir hússins varðar þá getur það ekki tekið við hvaða notkun sem er,“ segir Þorsteinn. „Hér eru þykkir veggir, húsið er friðað og við höfum ekki haft vilja til þess að breyta því innandyra nema að algjöru lágmarki.“ Vin í vinalegu umhverfi Á efri hæðinni er verið að gera upp Bæjarþingssalinn og fyrstu starfsstöð Hæstaréttar. Í fangelsisgarðinum gamla rís nú veitingaskáli. „Það að setja veitingastað inn í húsið myndi þýða meiri breytingar og annars konar notkun jafnvel en okkur þótti æskilegt.“ Og verður búið um garðinn þannig að hér verði hægt að sitja úti á sólskinsdögum? „Já, og hann leynir töluvert á sér. Er töluvert stærri en flestir átta sig á, þetta getur orðið töluverð vin í þessu ágæta vinalega umhverfi.“ Reykjavík Húsavernd Veitingastaðir Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Hegningarhúsið hér við Skólavörðustíg var notað sem fangageymsla til ársins 2016. Svo hófust framvæmdir 2020 og gert er ráð fyrir að hægt verði að opna húsið almenningi að ári liðnu. Minjavernd hefur staðið að endurgerð hússins, sem hófst með algerri lagfæringu á ytra byrðinu fyrir fimm árum. Nú er verið að taka húsið í gegn að innan og meðal annars endurgera fangaklefana í austurenda hússins. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar vonar að hægt verði að opna húsið almenningi eftir um það bil ár.Vísir/Bjarni „Þennan hérna klefa sjáum við fyrir okkur að gera sem upprunalegastan. Það eru til tvær, þrjár myndir innan úr fangaklefum. Reyndar ekki alveg upphaflega en myndir sem eru teknar rétt upp úr 1900,“ segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Þá var blessuðum föngunum boðið upp á eitt svona veggfast borð og veggfast sæti til að tylla sér á. Síðan var einn rúmbálkur. Meira var ekki á boðstólnum.“ Takmarkaðir nýtingarmöguleikar Húsið er nokkuð erfitt hvað nýtingu snertir. Auglýst verður eftir hugmyndum eftir áramót en eitt er víst - að húsið verður öllum opið. „Bæði hvað yfirbragð og staðreyndir hússins varðar þá getur það ekki tekið við hvaða notkun sem er,“ segir Þorsteinn. „Hér eru þykkir veggir, húsið er friðað og við höfum ekki haft vilja til þess að breyta því innandyra nema að algjöru lágmarki.“ Vin í vinalegu umhverfi Á efri hæðinni er verið að gera upp Bæjarþingssalinn og fyrstu starfsstöð Hæstaréttar. Í fangelsisgarðinum gamla rís nú veitingaskáli. „Það að setja veitingastað inn í húsið myndi þýða meiri breytingar og annars konar notkun jafnvel en okkur þótti æskilegt.“ Og verður búið um garðinn þannig að hér verði hægt að sitja úti á sólskinsdögum? „Já, og hann leynir töluvert á sér. Er töluvert stærri en flestir átta sig á, þetta getur orðið töluverð vin í þessu ágæta vinalega umhverfi.“
Reykjavík Húsavernd Veitingastaðir Fangelsismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira