Innflytjendur keppast við að koma upp og reka matarvagna í Reykjavík í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. febrúar 2020 19:30 Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar. Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Yfir hundrað innflytjendur frá meira en tuttugu löndum keppast nú við að þróa, koma upp og reka matarvagn til að selja mat frá heimalandi sínu á götum Reykjavíkur næsta sumar. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reykjavík Street Food, standa að 8 vikna námskeiði til að aðstoða innflytjendur við að stofna matarvagn. Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir aðsóknina hafa verið mun meiri en búist var við „Þetta er allt fólk sem vill koma með sína matarmenningu til Íslands,“ segir Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Fólkið þekki ekki vel til þér á landi, viti ekki hvert það eigi að leita og kunni stundum ekki tungumálið. Það þurfi því aðstoð við að koma sér af stað. „Við reynum að hjálpa þeim eins vel og við getum að koma undir sig fótunum. Koma sér af stað í þessu. Það er enginn að gefa þeim neitt, þau þurfa að standa fyrir sínu og hafa þá hugmynd hvaða matarvagn og hvers konar mat vil ég kynna fyrir Íslendingum og túristum,“ segir Fjalar. Yfir hundrað manns frá yfir tuttugu löndum mynda tuttugu og fjögur teymi sem taka þátt. Námskeiðið byrjaði í dag og fékk fólkið aðstoð við að hanna matseðilinn. Meðal þeirra sem taka þátt er tælensk fjölskylda sem ætlar að bjóða landsmönnum upp á gamaldags mat frá heimalandinu. Meðal þeirra sem taka þátt eru tælensk fjölskylda sem ætlar að opna matarvagninn Baitong, sem þýðir bananalauf á íslensku. Einnig má nefna pakistönsk hjón sem ætla að bjóða upp á mat frá heimalandinu. Námskeiðið var auglýst fyrir jól og var kynningarnámskeið haldið í kjölfarið. „Við urðum steinhissa þegar það mættu 150 manns í Gerðuberg Þannig þetta er greinilega uppsöfnuð þörf,“ segir Fjalar. Þeim sem tekst að láta hugmynd sína verða að veruleika fá svo að taka þátt í Street Food verkefnum í Reykjvík. „Eins og á menningarnótt og 17. júní og eitthvað í þeim dúr. Við vonum bara að í vor fái landinn og túrisar að prófa matinn þeirra sem kemur frá öllum heimshornum,“ segir Fjalar.
Innflytjendamál Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent