Innlent

Var ný­búinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bifreiðin var dregin af vettvangi.
Bifreiðin var dregin af vettvangi. Vísir/vilhelm

Eldur kviknaði í bifreið í Árbænum á sjötta tímanum í gær. Eldurinn var slökktur en eigandinn tjáði lögreglu að hann hefði verið nýbúinn að kaupa bílinn, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Bifreiðin var dregin af vettvangi en ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið í tilkynningu.

Maður var handtekinn í Fossvogi snemma á tólfta tímanum grunaður um nytjastuld bifreiðar, skjalafals, vörslu fíkniefni, brot á lyfjalögum, hylmingu o.fl., að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. 

Þá flúði ökumaður, sem ók bifreið sinni á kyrrstæðan bíl í Hafnarfirði, vettvang eftir óhappið í nótt. Lögregla stöðvaði tjónvaldinn skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×