Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Alex Grétar og Gabríela María segja sína sögu í fyrsta þættinum af Trans börn. Myndir/Stöð 2 „Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira
„Trans er að ég fæddist sem stelpa, en ég vildi samt vera strákur. Eða ég er strákur, en samt er ég stelpa,“ segir Alex Grétar, einn fjögurra barna sem er fjallað um í þáttunum Trans börn. Fyrsti þáttur var sýndur í opinni dagskrá og hægt er að horfa á hann í heild sinni í spilaranum neðar í fréttinni. Aðeins fyrsti þátturinn af þremur var í opinni dagskrá, en stjórnendum Stöðvar 2 fannst að þessi þáttur ætti einfaldlega erindi við sem flesta.Sjá einnig: Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Trans börn er heimildarþáttaröð í þremur hlutum en í fyrsta þætti kynnumst við Alex Grétari og Gabríelu Maríu og fjölskyldum þeirra. Þættirnir gefa innsýn í það hvernig það er fyrir þau að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína á táningsaldri. „Mér leið alveg illa á sumum dögum, eins og það væri eitthvað að mér.“ segir Gabríela María en hún leit samt aldrei á sig sem annað en stelpu. Fjölskyldurnar fjórar opna sig upp á gátt í þáttunum. Þau lýsa því hvenær fyrstu merkin fóru að sjást um að börnin upplifðu sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Sumir foreldranna streittust á móti í byrjun, jafnvel með því að banna ákveðinn klæðaburð eða með því að snoða hárið í stað þess að leyfa því að verða sítt. „Það er voðalega gott að geta sagt við foreldra að barnið þitt hefur alla möguleika til að verða hamingjusamt og meiri möguleika á að verða hamingjusamt ef það fær að vera það sjálft,“ segir segir Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Hún segir að flestir foreldrar trans barna sem hún hittir, hafi fengið að heyra frá öðru fólki að þau séu að ýta barninu sínu út í einhverja hegðun með því að leyfa því að vera eins og það er. Klippa: Trans börn - Fyrsti þáttur Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Trans börn Tengdar fréttir Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06
Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. 8. febrúar 2020 20:30