Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 15:04 Hringbraut greindi frá þjófnaðinum. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira