Þýfi andvirði milljóna króna á heimili Hringbrautarþjófsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 15:04 Hringbraut greindi frá þjófnaðinum. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing. Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir ýmis brot. Þeirra á meðal er þjófnaður á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem á þeim tíma var staðsett við Eiðistorg. Karlmaðurinn játaði í héraðsdómi að hafa helgin 2. til 4. september 2017 brotist inn í húsnæði sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar að Eiðistorgi 11 í félagi við óþekktan mann og stolið þaðan tölvu- og myndavélabúnaði að áætluðu verðmæti 2,6 milljónir króna. Hringbraut fjallaði um þjófnað á búnaðnum á vefsíðu sinni á sínum tíma þar sem fram kom að um væri að ræða sjónvarpsskjái, tölvuskjái, kvikmyndatökuvélar og annan mikilvægan búnað. Verðmætið var að mati forsvarsmanna Hringbrautar um þrjár milljónir króna. „Ljóst er að tjón hennar hefði orðið mikið ef lögreglan hefði ekki sýnt jafn mikið snarræði í málinu og raun ber vitni,“ sagði í frétt Hringbrautar. Starfsfólki væri stórum létt. 1,8 milljóna króna armbandsúr Var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa flutt þýfið á heimili sitt í Reykjavík, falið það þar og geymt þar til það fannst við húsleit lögreglu þann 5. september. Þá var hann sömuleiðis ákærður fyrir hylmingu með því að hafa um nokkurt skeið, eða þar til lögregla greip til fyrrnefndrar húsleitar, tekið við og haft í vörslum sínum í félagi við annan mann muni að verðmæti 2,5 milljónir króna. Var um að ræða Cartier armbandsúr að verðmæti 1,8 milljónir króna, þrjá silfurhringi að verðmæti 250 þúsund krónur, Lenovo fartölvu að verðmæti 130 þúsund krónur og Macbook pro fartölvu að verðmæti 300 þúsund krónur. Auk þess var maðurinn dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum 65 grömm af maríjúana. Karlmaðurinn á sex refsidóma að baki. Við ákvörðun refsingu var litið til þess að tvö ár væru liðin frá því að hann framdi brotin, hann hefði játað og dráttur málsins ekki honum að kenna. Þótti 30 daga fangelsisvist hæfileg refsing.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögreglumál Seltjarnarnes Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira