Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:45 Álverið í Straumsvík er fjölmennur vinnustaður en þar starfa um 500 manns. vísir/vilhelm Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Rio Tinto skoðar nú hvort álverinu í Straumsvík (ISAL) verði mögulega lokað. Fyrirtækið ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. ISAL er að fullu í eigu Rio Tinto en hjá álverinu starfa um 500 manns. Haldinn var starfsmannafundur í álverinu í morgun vegna málsins. Leitað verður leiða til að auka samkeppnishæfni álversins en í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Ljúka á endurskoðunarferlinu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ISAL en þar segir jafnframt að gert sé ráð fyrir að „rekstur ISAL í krefjandi aðstæðum í áliðnaði verði áfram óarðbær til skemmri og meðallangs tíma sökum ósamkeppnishæfs orkuverðs og lágs verðs á áli í sögulegu samhengi.“ Rio Tinto leiti nú allra leiða til að gera álverið arðbært og samkeppnishæft á alþjóðamörkuðum, meðal annars með samtali við íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að forsvarsmenn Rio Tinto hefðu fundað með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna erfiðleika í rekstrinum. Þannig væri það mat stjórnenda Rio Tinto að raforkusamningur sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010 þrengdi svo að rekstrinum að ekki yrði við samninginn unað. Því hefði mikill þrýstingur verið settur á Landsvirkjun, og stjórnvöld, um að endurskoða samninginn í ljósi breyttra aðstæðna á heimsmarkaði með ál. Alf Barrios, forstjóri Rio Tinto Aluminium, segir í tilkynningu fyrirtækisins að markvisst hafi verið unnið að því að bæta ISAL. „Álverið er engu að síður óarðbært og er ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar. Rio Tinto mun kanna þær leiðir sem álverinu eru færar með það að markmiði að gera rekstur ISAL fjárhagslega sjálfbæran á ný. Framlag ISAL til íslensks efnahagslífs er umtalsvert og við munum vinna náið með þeim sem eiga gagnkvæma hagsmuni að því að treysta framtíð ISAL, þ.m.t. ríkistjórn, Landsvirkjun, starfsfólki, stéttarfélögum og sveitarfélaginu,“ segir Barrios. Fram kemur í tilkynningu Rio Tinto að vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins. Vegna taprekstrar hefur framleiðsla ISAL þegar verið minnkuð í 85 prósent af afkastagetu álversins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. 11. febrúar 2020 18:30
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53