Best að reikna með því versta Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. febrúar 2020 06:40 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Vísir/ARNAR Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu. Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu.
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira