Best að reikna með því versta Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. febrúar 2020 06:40 Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Vísir/ARNAR Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu. Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Verst hefur ástandið verið í nótt á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið bálkvast og foktjón. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. Þetta sagði Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, um klukkan sex í morgun, þegar hann átti von á að veðrið færi að versna á höfuðborgarsvæðinu. Hjálmar sagði best að reikna með því versta. „Það er þá bara bónus ef það verður aðeins minna. Ég held að fólk megi gera ráð fyrir því að það verði mjög vont veður hérna.“ Hann sagði fólk vera að fara eftir viðvörunum og það væri hið besta mál að stofnanir og fyrirtæki séu lokuð á meðan versta veðrið gengur yfir. Það dragi úr útköllum hjá viðbragðsaðilum. „Ég bara bið fólk um að taka tillit til þessara viðvarana og hafa það bara náðugt heima fyrir og fá sér góðan morgunmat,“ sagði Hjálmar. Hann sagði eitthvað hafa borist af útköllum á Suðurlandi vegna foktjóns þar sem bárujárn hafi til að mynda byrjað að losna. Þá sagðist Hjálmar vonast til þess að verktakar á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið fyrirmælum um að fest niður það sem hægt væri. Hjálmar sagðist vita til þess að truflun hafi orðið á raforkukerfinu í Vík í nótt en eftir því sem hann viti, þá hafi verið bætt úr því. 22 ferðamenn héldu til í fjöldahjálparstöð í Vík í nótt og Hjálmar sagði stöðuna þar þokkalega. Farið hafi vel um alla. Fólki hafi verið komið í húsaskjól og það fengið vistir og fleira. Þá hvatti Hjálmar Íslendinga til að fylgjast með færð á vegum og veðrinu.
Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira