Dill fær Michelin-stjörnu á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 17:03 Frá hátíðinni í Þrándheimi í dag. skjáskot Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020 Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. Þetta var kunngjört á hátíðinni Michelin Nordic sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. Gunnar Karl Gíslason, einn eigenda Dills og kokkur, tók við hvítum jakka úr höndum kynnanna og sagðist fullur auðmýktar. Hann þakkaði fjölda fólks fyrir árangurinn, þar á meðal eiginkonu sinni Freyju Rós Óskarsdóttur. Kynnarnir spurðu Gunnar hvernig það væri að reka veitingastað á Íslandi, í samanburði við veitingarekstur hans í Grand Central-lestarstöðinni í New York. Þar stýrir Gunnar Karl veitingastaðnum Agern sem einnig er með Michelin-stjörnu. Gunnar sagði að það væri himinn og haf á milli Dills og Agern. Áætlað er að um milljón manns fari í gegnum lestarstöðina á degi hverjum - „það er eins og þrisvar sinnum allt Ísland,“ sagði Gunnar og uppskar hlátur úr salnum fyrir vikið.Dill fékk Michelin-stjörnu árið 2017, þegar hann var til húsa að Hverfisgötu 12. Staðurinn missti hins vegar stjörnuna í fyrravor. Staðnum var lokað skömmu síðar en opnaði aftur að Laugavegi 59, þar sem gestir munu nú njóta Michelin-stjörnu veitinga. DILL in Reykjavík receives One Star in its new location. Original chef owner @GunnarKarlG has returned from New York and a strong sustainability ethos drives the business #MICHELINGUIDENORDIC #MICHELINSTAR20 #Michelin #Iceland pic.twitter.com/l6Dwg0Jro3— The MICHELIN Guide (@MichelinGuideUK) February 17, 2020
Michelin Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Ólafur Örn um Michelin-málið: „Þetta er ansi brútal“ Ólafur Örn Ólafsson stjörnukokkur segist vera í sjokki eftir að veitingastaðurinn Dill Restaurant var sviptur Michelin-stjörnu sinni fyrr í kvöld. 18. febrúar 2019 23:15
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Dill Restaurant missti Michelin-stjörnuna Enginn veitingastaður á Íslandi er nú með Michelin-stjörnu. 18. febrúar 2019 19:30