Viðskipti innlent

Ballið búið á Dill

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsvarsmenn Dill fögnuðu Michelin-stjörnunni vel árið 2017.
Forsvarsmenn Dill fögnuðu Michelin-stjörnunni vel árið 2017. DILL

Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu 12 hefur verið lokað. K100 greindi frá þessu í morgun og hafði eftir óstaðfestum heimildum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur leigusala í húsinu við Hverfisgötu verið greint frá að veitingastaðnum verði lokað.

Dill er eini veitingastaður landsins sem skartað hefur Michelin-stjörnu en um er að ræða alþjóðlegan mælikvarða á gæði veitingastaða. Staðurinn missti stjörnu sína fyrri hluta árs. 

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Reykjavíkurborg

Auk þess hafa framkvæmdir við Hverfisgötu, hvar staðurinn stendur, vafalítið tekið sinn toll hvað varðar aðsókn í sumar.

Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í Gunnar Karl Gíslason og Kristinn Vilbergsson, eigendur Dill, það sem af er degi en án árangurs.

Kristinn hefur verið í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna í sumar ásamt Ólafi Ágústssyni, kokki á Dill, en til stendur að opna nýjan veitingastað og bar í borginni.


Tengdar fréttir

Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða

Hjónin Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×