Breytingin byrjar heima Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Þór Gunnarsson Umhverfismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrravetur sýndi Ríkissjónvarpið þættina hvað höfum við gert. Þeir vöktu verðskuldaða athygli. Í kjölfar þeirra ættum við að spyrja okkur: Hvað getum við gert? Okkur hefur lengi verið tamt að trúa því að á Íslandi væri eitt grænasta hagkerfi heimsins, lítil mengun og mikið frumkvæði í umhverfisvænum lifnaðarháttum. Að við lifðum í mikilli og meiri sátt við náttúruna en flestar aðrar þjóðir. Að til okkar mætti líta sem fyrirmyndar þegar kæmi að loftslagsmálum. En er þá öll sagan sögð? Ræktum við allt það grænmeti, eða framleiðum við öll þau matvæli sem við gætum? Nei langt í frá. Gætum við gert betur í fullnýtingu þeirra orku sem við framleiðum og notum? Já svo sannarlega. Erum við nógu framarlega þegar kemur að umhverfisvænum lausnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki? Nei sennilega ekki. Græn orka er ekki allt ef hún er ekki notuð til umhverfisvænna verka. Sem einstaklingar er margt sem við getum gert. Við getum minnkað neyslu, endurunnið, endurnýtt. Við getum farið á milli með vistvænni hætti, gengið, hjólað eða notað almenningssamgöngur. Við getum tví- og þrímennt í bíla. Við getum borðað minna kjöt, meira grænmeti, meiri fisk. Við getum horft til þess hvaðan maturinn okkar kemur. Hefur hann ferðast meira en meðal Íslendingur ætti að gera á ári? Er maturinn okkar framleiddur í sátt við náttúruna? Ef okkur langar í bláber á miðjum vetri er þá ekki betra að þau komi frá Spáni en Perú, eða bara frosin íslensk? Ættum við að setja „ferðaskatt“ á matvæli? Kannski ekki, en við mættum alveg setja ferðatakmarkanir á þann mat sem við borðum. Til dæmis með það að markmiði að borða ekki víðförulan mat nema algerlega spari. Grænar lausnir og grænar ívilnanir En hvað með fyrirtæki og opinbera aðila? Ættu ekki fyrirtæki að verðlauna (eða ívilna með einhverjum hætti) þá starfsmenn sem nota umhverfisvæna ferðamáta til að komast í vinnu? Ættu fyrirtæki að kaupa rafmagnshjól fyrir starfsfólk til styttri ferða? Ættu sveitarfélögin að skipuleggja hverfi þannig að auðvelt sé að ganga og hjóla ? Ættu mötuneyti á vinnstöðum að leggja áherslu á nærfæði (e. slow food)? Ættu veitingastaðir að gera svipað? Svörin við þessum og ótal mörgum svipuðum grænum spurningum eru auðvitað, já. Ríki og sveitarfélög ættu svo sannarlega að stuðla að grænum lausnum og grænni nýsköpun. Nýsköpunarstyrkir fyrir grænar lausnir ættu að vera regla þegar kemur að styrkveitingum. Fyrirtæki og stofnanir sem draga úr kolefnislosun, binda meira, flokka meira, endurnýta meira ættu að geta fengið ívilnanir frá gjöldum, umfram lægri kolefnisgjöld. Við viljum kolefnishlutlaust Ísland fyrir árið 2040. Þangað til eru bara 20 ár. Við þurfum öll að byrja strax að draga úr eigin losun, fyrirtæki og stofnanir líka. Sumt er auðvelt, en annað erfiðara. Þar sem ekki eru tök á að draga úr losun eigum við að auka bindingu. En þetta byrjar allt á okkur sjálfum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun