Klofin þjóð í óvissu Þórir Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Brexit England Norður-Írland Skotland Þórir Guðmundsson Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun