Klofin þjóð í óvissu Þórir Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 11:00 Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Brexit England Norður-Írland Skotland Þórir Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við það bætist að í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar fyrir þremur og hálfu ári beittu útgöngusinnar blekkingum um afleiðingar þess að ganga úr ESB. Blekkingaráróðurinn bergmálar í gleðilátum útgöngusinna, sem virðast halda að nú verði loks hægt að ráðstafa fénu sem áður fór í stofnanir ESB. Rússar eru ásakaðir um að hafa beitt sér í þágu útgöngu í því skyni að tvístra vestrænum þjóðum, sem er stór hluti af rússneskri utanríkisstefnu. Enginn veit hvað sá áróður hafði mikil áhrif. Breskt viðskiptalíf andaði léttar þegar fyrir lá að útgangan yrði með samningi milli ráðamanna í Brussel og London, ekki af því að útgangan væri ákjósanleg heldur af því að óvissan var orðin óbærileg. Nú taka við samningaviðræður um framtíðarfyrirkomulag Bretlands og ESB. Óvissan er því langt frá því að vera yfirstaðin. Skotar eru óhamingjusamir í nýjum veruleika, hafandi verið dregnir gegn vilja sínum út úr Evrópusambandinu. Þeir felldu tillögu um sjálfstæði fyrir sex árum að miklu leyti á grundvelli hótana um að það væri ígildi úrsagnar úr Evrópusambandinu. Mörgum þeirra finnst mikilvægara að þróa samband við þjóðirnar í austri og norðri heldur en suðri. Lítill breskur fáni liggur í garðinum fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir fund Brexit-sinna aðfararnótt 1. febrúar, þegar Bretar gengu loks formlega úr Evrópusambandinu.AP/Alberto Pezzali Í Edinborg renna menn hýru auga til Norðurlandasamstarfs. Skotar eru hrifnir af hinu norræna velferðarmódeli og fyrirmyndir þeirra í þróun skosks samfélags eru þar fremur en sunnan Hadrian múrsins í Englandi. Ef Skotar eru ekki komnir í Norðurlandaráð innan 15 ára, þá hefur eitthvað óvænt gerst. Á Norður-Írlandi þurfa sambandssinnar og hinir, sem vilja sameinast Írlandi, að vinna úr niðurstöðunni þannig að ófriður blossi ekki upp á ný. Friðarsamkomulag föstudagsins langa, frá 1998, byggir meðal annars á landamæralausu Írlandi. Tækifæri eru fyrir Breta utan ESB að gera viðskiptasamninga við önnur ríki á eigin spýtur. Vafasamt er að þau tækifæri vegi upp skaðann af útgöngunni, en það fer bæði eftir því samkomulagi sem nú liggur fyrir að gera um framtíðarsamskipti Breta við Evrópusambandið og því hversu mikinn áhuga önnur ríki hafa á sérsamningum við Breta, nú þegar þeir sitja ekki lengur við stóra borðið.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar