Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. febrúar 2020 14:30 „Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Fáðu þér bíl, þarna auminginn þinn“ var sérlega fyndið atriði í síðasta áramótaskaupi. Það dapurlega er að þetta var bara fyndið vegna þess að það endurspeglaði raunveruleg viðhorf alltof margra bíleigenda. Sjálfur hjóla ég ekki nógu mikið en mér dettur þó ekki í hug að blóta þeim hetjum þarna úti sem tekið hafa fram hjólið sem alvöru samgöngutæki. Samgöngur eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu efnahagskerfi. Grunnþjónustueining samgangna er ferð fólks milli staða til að sinna framleiðni og neyslu. Það snýr tannhjólunum í efnihagsmaskínu Íslands. Því meiri pening sem við eyðum í utanaðkomandi kostnað til að sinna þessari þjónustu því minni peningur verður eftir í hagkerfinu. Ef hægt er að skipta út bílakílómetrum fyrir hjólakílómetra, þannig að einstaklingur sinni samt áfram sömu verðmætasköpun í leik á starfi, þá næst ótrúlegur árangur. Ef þessi samgöngutæknihliðrun verður til þess að fjölskylda fer t.d. úr því að eiga tvo bíla og kemst af með einn þá verða áhrifin mögnuð. Berum saman kostnaðinn. Við Íslendingar framleiðum fisk, ál, ferðþjónustuvörur og fleira með blóði svita og tárum. En við eyðum líka óhemju verðmætum í samgöngur. Olía, bílar, dekk og varahlutir eru nefnilega ekki íslenskar framleiðsluvörur. Þess vegna fer drjúgur hluti verðmætasköpunar Íslands í kaup á erlendri samgönguþjónustu. Við eyðum nefnilega ekki bara í olíu. Dæmigerður bíll á Íslandi keyrir á líftíma sínum í kringum 200.000 km. Til þess þurfum við að kaupa erlenda olíu fyrir um 1,5 milljón kr. fyrir skatt. Við þurfum líka að kaupa bílinn sjálfan á t.d. 2,5 milljónir kr. fyrir skatt og dekk (sumar og vetrar, margoft) fyrir að lágmarki 500 þúsund kr. fyrir skatt. Við erum svo verulega heppinn ef við sleppum undir milljón kr. í varahluti. Sem sagt 5,5 milljónir í erlendan kostnað sem rafhjól gæti dekkað fyrir um 500 þúsund kr. Vissulega taka raf- og metanbílar út erlendan olíukostnað en ekki kaup á bifreiðinni sjálfri, dekkjum og varahlutum. Um síðustu áramót felldi ríkisstjórnin einmitt niður VSK af raf- og hefðbundnum hjólum sem gerir þessa samgöngutækni að enn hagstæðari kosti. Það eru um 250 þúsund fólksbílar í landinu. Ef við tækjum út 100 þúsund framtíðar bílakaup, en viðhéldum sömu framleiðni, myndi það þýða allt að 500 milljarða kr. sparnað fyrir þjóðarbúið. Þetta er vissulega mjög gróf og einfölduð nálgun en gefur innsýn í þann stórkostlega efnahagslega ávinning sem fylgir innleiðingu hjólreiða. Hjólreiðamaður gæti sem sagt mögulega átt 5 milljónir kr. auka til að eyða í innlenda afþreyingu, harðfisk og smjör sem annars hefðu farið í erlendan kostnað. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þreyta ykkur með jákvæðum áhrifum á heilsufar og loftmengun sem eru samt reyndar líka sameiginlegur kostnaður samfélagsins sem gott væri að minnka. Einnig taka hjól miklu minna pláss og spara því innviðakostnað. Kostnaður við hjólastíga er bara tilkomin vegna þess að við bíleigendur erum ekki tilbúnir til að gefa eftir göturnar undir hjól og þess vegna þarf að fjárfesta í hjólreiðastígum. Næst þegar hjól brunar framhjá bílnum þínum væri ekki réttara að öskra: „Takk fyrir þitt framlag til efnahags-, loftslags- og lýðheilsumála“ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar