Lífið

Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir og eiginmaður hennar Sam Slater á rauða dreglinum. Hildur stórglæsileg í svörtum Chanel kjól.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir og eiginmaður hennar Sam Slater á rauða dreglinum. Hildur stórglæsileg í svörtum Chanel kjól. Getty/ Rick Rowell

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir verður hugsanlega í kvöld fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. Vísir er með sérstaka Óskarsvakt þar sem allar helstu upplýsingar munu birtast. Hildur er stödd í Hollywood ásamt Ingveldi Guðrúnu Ólafsdóttur móður sinni, eiginmanni sínum Sam Slater, Kára syni þeirra og fleira fylgdarliði. Hildur valdi að klæðast svörtum Chanel kjól með kögri á Óskarsverðlaunahátíðina. Hún var mynduð á rauða dreglinum með eiginmanni sínum.

Hildur Guðna og Sam SlaterGetty/Amy Sussman

Það er förðunarfræðingurinn Karim Sattar sem fékk þann heiður að farða Hildi fyrir verðlaunahátíðina en hann hefur einnig séð um förðun hennar á BAFTA og fleiri verðlaunum og viðburðum. Sattar farðar Hildi með vörum frá Dr. Hauschka. 

Fólkið hennar Hildar hefur sýnt aðeins bak við tjöldin frá undirbúningnum og virðist hún afslöppuð og að skemmta sér vel.

Hildur áður en hún lagði af stað á rauða dregilinn í kvöldMyndir/Instagram

Hildur klæddist einnig Chanel í kokteilboði í gær. Svo valdi hún hvítan Chanel kjól fyrir viðburð Lancome og Vanity Fair til heiðurs konum í Hollywood, sem haldinn var á fimmtudaginn. 

Hildur Guðna á leið í Chanel kokteilboð, klædd í Chanel frá toppi til táar.Mynd/Instagram
Hildur í boði til heiðurs kvenna í Hollywood.Getty/ Emma McIntyre

Við munum auðvitað segja frá öllu sem skiptir máli í vaktinni okkar. 


Tengdar fréttir

Vaktin: Óskars­verð­launin 2020

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.