Liverpool mætti tapa sex leikjum í röð en væri samt enn á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 08:00 Mohamed Salah fagnar marki með Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Liverpool er komið með nítján stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 útisigur á West Ham í gærkvöldi. Liverpool er með 70 stig en Manchester City er í öðru sæti með 51 stig. Bæði liðin eiga núna eftir fjórtán leiki en það eru síðan 22 stig á milli Liverpool og Leicester City sem er í þriðja sætinu. Manchester City getur því náð 42 stigum til viðbótar eða samtals 93 stigum. Liverpool vantar því 24 stig í viðbót til að tryggja sér titilinn. 2-0 sigur Liverpool í gær nægði líka liðinu að vera einnig með betri markatölu en City þótt að Liverpool menn þurfti nú ekki að hafa miklar áhyggjur af slíku. Sú ótrúlega staðreynd er komin upp að Liverpool gæti tapað sex næstu leikjum sínum í deildinni en væri samt ennþá með eins stigs forskot. Næstu sex leikir Liverpool liðsins eru á móti Southampton, Norwich, West Ham, Watford, Bournemouth og Everton. Áttundi leikur héðan í frá er á móti Manchester City og vinni Liverpool og City alla sína leiki þangað til þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í þeim leik. Um leið og Manchester City tapar stigum þá gæti Liverpool tryggt sér titilinn í leikjunum á undan sem eru á móti Everton á Goodison Park og Crystal Palace á Anfield. Liverpool liðið hefur nú leikið 41 deildarleik í röð án taps og hefur unnið 36 af þeim. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð án þess að tapa en það eru (49 þar til í október 2004) og Nottingham Forest (42 þar til í nóvember 1978). Liverpool er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð en því hafa aðeins þrjú önnur lið náð. Það eru Manchester City (18, desember 2017, Liverpool (17, október 2019) og Manchester City (15, ágúst 2019). Liverpool liðið hefur náð í 70 stig úr aðeins 24 deildarleikjum á þessari leiktíð en ekkert annað lið í efstu deild á Englandi hefur verið fljótari að ná slíkum stigafjölda. 19 - Liverpool have beaten every team they’ve faced in the Premier League this season – the first time they’ve ever achieved this feat in a top-flight campaign. Imperious. pic.twitter.com/D8ApxHBW2L— OptaJoe (@OptaJoe) January 29, 2020 Liverpool átti aðeins eftir að vinna West Ham og varð því í gær aðeins sjötta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að vinna öll hin liðin í deildinni. Ekkert hinna náði því þó fyrir janúarlok. Þetta er líka í fyrsta sinn í 127 ár sem Liverpool liðið nær þessu það er að vinna öll hin lið deildarinnar. Six sides have beaten every team in a single Premier League season: 2005/06 Chelsea 2010/11 Man Utd 2017/18 Man City 2017/18 Man Utd 2018/19 Man City 2019/20 Liverpool Liverpool did it the fastest. pic.twitter.com/tynJ5Asd8K— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira