Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Bjarki Pétursson með kylfingnum efnilega Gunnlaugi Árna Sveinssyni en þeir tveir verða saman í Kaliforníu næstu rúmu vikuna. GB Stjórn Golfklúbbs Borgarness samþykkti sérstaka beiðni á dögunum en missa fyrir vikið framkvæmdastjórann sinn í smá tíma. Bjarki Pétursson er framkvæmdastjóri GB, en Þorkell Már Einarsson, formaður klúbbsins sagði frá því í skilaboðum til félagsmanna á miðlum GB að framkvæmdastjórinn væri farinn til Bandaríkjanna til að vera kylfusveinn Gunnlaugs Árna Sveinssonar á US Amateur Championship. „Golfsamband Íslands óskaði eftir leyfi stjórnar GB til að fá Bjarka lausan í þetta verkefni. Svona tækifæri koma sjaldan á lífsleiðinni og því fannst stjórn ekkert sjálfsagðra en að hleypa Bjarka vestur um haf í þetta spennandi mót. Við óskum þeim félögum góðs gengis,“ skrifaði Þorkell. Þetta þýðir jafnframt að stjórn Golfklúbbs Borgarness mun ganga í störf Bjarka á þessum tíma. Stjórnarsetan er sjálfboðaliðastarf og stjórnarmeðlimir eru í fullri vinnu samhliða, en þeir segjast ætla að leitast við því að svara öllum fyrirspurnum við fyrsta tækifæri. Gunnlaugur Árni Sveinsson er tæplega tvítugur kylfingur sem er nú þegar búinn að blanda sér í hóp bestu kylfinga Íslands. Hann varð fimmti á Íslandsmótinu í fyrra, þá átján ára gamall. Síðasta haust settist hann á skólabekk í Louisana State háskólanum í í Bandaríkjunum. Hann var þar á skólastyrk í gegnum golfið og góð frammistaða hans í vetur tryggði honum keppnisrétt á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið. Gunnlaugur var ekki langt frá því að tryggja sig inn á þetta eina af fjórum risamótum golfsins en hann var í öðru sæti að loknum fyrri keppnisdegi. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og komst ekki á mótið. Gunnlaugur komst aftur á móti inn á Opna áhugameistaramótið þar sem einnig verður hörð keppni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með samstarfi Gunnlaugs og Bjarka á Opna áhugameistaramótinu sem fer fram hjá Ólympíuklúbbnum í San Francisco í Kaliforníu fylki frá 11. til 17. ágúst næstkomandi. Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bjarki Pétursson er framkvæmdastjóri GB, en Þorkell Már Einarsson, formaður klúbbsins sagði frá því í skilaboðum til félagsmanna á miðlum GB að framkvæmdastjórinn væri farinn til Bandaríkjanna til að vera kylfusveinn Gunnlaugs Árna Sveinssonar á US Amateur Championship. „Golfsamband Íslands óskaði eftir leyfi stjórnar GB til að fá Bjarka lausan í þetta verkefni. Svona tækifæri koma sjaldan á lífsleiðinni og því fannst stjórn ekkert sjálfsagðra en að hleypa Bjarka vestur um haf í þetta spennandi mót. Við óskum þeim félögum góðs gengis,“ skrifaði Þorkell. Þetta þýðir jafnframt að stjórn Golfklúbbs Borgarness mun ganga í störf Bjarka á þessum tíma. Stjórnarsetan er sjálfboðaliðastarf og stjórnarmeðlimir eru í fullri vinnu samhliða, en þeir segjast ætla að leitast við því að svara öllum fyrirspurnum við fyrsta tækifæri. Gunnlaugur Árni Sveinsson er tæplega tvítugur kylfingur sem er nú þegar búinn að blanda sér í hóp bestu kylfinga Íslands. Hann varð fimmti á Íslandsmótinu í fyrra, þá átján ára gamall. Síðasta haust settist hann á skólabekk í Louisana State háskólanum í í Bandaríkjunum. Hann var þar á skólastyrk í gegnum golfið og góð frammistaða hans í vetur tryggði honum keppnisrétt á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið. Gunnlaugur var ekki langt frá því að tryggja sig inn á þetta eina af fjórum risamótum golfsins en hann var í öðru sæti að loknum fyrri keppnisdegi. Honum tókst ekki að fylgja því eftir og komst ekki á mótið. Gunnlaugur komst aftur á móti inn á Opna áhugameistaramótið þar sem einnig verður hörð keppni. Það verður því fróðlegt að fylgjast með samstarfi Gunnlaugs og Bjarka á Opna áhugameistaramótinu sem fer fram hjá Ólympíuklúbbnum í San Francisco í Kaliforníu fylki frá 11. til 17. ágúst næstkomandi.
Golf Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti