Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2020 10:45 Seth Meyers var ekki hrifinn af framgöngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/NBC Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40