Landsréttur hafnaði kröfum Eimskips Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 11:38 Eimskip krafðist þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. vísir/rakel Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi. Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.
Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00
Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59
Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37