Kjör, völd og (van)virðing Drífa Snædal skrifar 31. janúar 2020 13:00 Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að erfiðast er að sækja kjarabætur fyrir þá sem eru lægst launaðir. Það er líka viðtekin venja að þegar búið er að sækja kjarabætur fyrir lægsta hópinn fær sá hæsti kjarabæturnar líka frekar áreynslulaust. Við sjáum þetta í kjarasamningi sem nokkur BHM félög gerðu, þar sem krónutöluhækkanir fyrir lægsta hópinn eru allt í einu orðnar að prósentutölum fyrir þann hæsta. Krafan um að fólk sem á oft ekki fyrir mat haldi sig „innan rammans“ er hins vegar ófrávíkjanleg. Enn önnur birtingamyndin eru skattalækkanirnar sem samið var um í tengslum við lífskjarasamninginn. Við náðum fram þriðja þrepinu í skattkerfinu til að lækka skatta á þá lægst launuðu. Við lögðum líka til hátekjuskattþrep sem varð því miður ekki raunin. Niðurstaðan er sú að fólk með yfir milljón á mánuði er að fá skattalækkun, og þar með rýrna tekjur ríkisins og möguleikar þess til að efla heilbrigðiskerfið og hækka örorkubætur svo tvö brýn verkefni séu nefnd. Krafan um að skattkerfinu sé beitt til að auka jöfnuð stendur enn! Við munum öll eftir úrskurðum kjararáðs og þeirri ótrúlegu gjafmildi sem stunduð var innan þess til handa fólki í valdastöðum. Því nær toppnum sem þú ert, því líklegra er að þú fáir kjarabætur í ýmsum myndum. Því fjarlægari valdinu sem þú ert, því líklegra er að þú þurfir að sækja kjarabætur með hörku. Að meina fólki að borða matinn sem það eldar fyrir aðra í mötuneytum gæti virst skynsamleg ákvörðun við stjórnarborðið yfir Excel skjalinu, en vanvirðingin sem felst í slíkri ákvörðun gagnvart þeim sem sinna störfunum og eru fjarlægir valdinu er ekki til að auðvelda neina samninga eða samskipti. Samningarnir sem gerðir voru fyrir ári síðan fólu í sér þá sýn að leiðrétta laun þeirra sem lægstir eru, jafna kjörin og auka almenn lífsgæði. Verum trú þeirri sýn og þeirri vegferð! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun