Sjáðu hversu reiður Gary Neville var þegar Martial klúðraði dauðafærinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 10:00 Gary Neville og Jamie Carragher vinna báðir fyrir Sky Sports. Getty/Michael Regan Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Gary Neville er eins harður stuðningsmaður Manchester United og þeir gerast. Hann er líka „hlutlaus“ knattspyrnusérfræðingur Sky Sports á leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports gerir mikið úr því að tveir aðal knattspyrnusérfræðingar þeirra, Gary Neville og Jamie Carragher, eru tengdir tveimur vinsælustu liðum deildarinnar sterkum böndum. Jamie Carragher spilaði eins og flestir vita allan sautján ára feril sinn með Liverpool en Gary Neville spilaði með Manchester United í næstum tvo áratugi. Félagarnir voru báðir mættir á Anfield í gær þar sem Liverpool tók á móti Manchester United. Forráðamenn Sky Sports pössuðu líka upp á það að vera með myndavél á þeim alveg eins og að vera með myndavél á leiknum sjálfum. Frakkinn Anthony Martial fékk besta færi Manchester United í seinni hálfleik og í raun kjörið tækifæri til að jafna metin í 1-1. Anthony Martial komst í skotfæri í teignum eftir laglegt þríhyrningaspil við Andreas Pereira en þrumuskot hans fór yfir. Gary Neville var allt annað en skemmt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Gary Neville er hins vegar orðinn vanur því að losa sig snögglega við reiðina og pirringinn í vinnu sinni við að lýsa Manchester United leikjum eins og sést að aðeins nokkrum sekúndum síðar var hann búinn að leggja sitt faglega mat á klúðri Anthony Martial. Frustration for @GNev2! It's fair to say that Gary Neville wasn't too impressed after Anthony Martial spurned a glorious chance to draw Manchester United level at Anfield! pic.twitter.com/SHFApJVOtt— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2020 Tapið í gær þýðir að Manchester United er nú heilum 30 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool sem er svakalegur munur. Þar fer saman ótrúlega glæsilega byrjun Liverpool liðsins og mikil óstöðugleiki hjá liði Manchester United. United menn hafa reyndar staðið sig vel í leikjum á móti risaliðum deildarinnar en urðu í gær að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í slíkum leik. Slakur árangur á móti lakari liðunum er aftur á móti aðalástæðan fyrir því hversu neðarlega liðið er í töflunni og hversu langt liðið er frá toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira