„Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:40 Formaður stjórnarskrárfélagsins segir að lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. Aðsend Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“ Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Í dag kom Alþingi saman á ný til fundar eftir jólahlé. Af því tilefni býður Stjórnarskrárfélagið og Samtök kvenna um nýja stjórnarsrá til mótmælafundar við Alþingishúsið klukkan fimm síðdegis. Í skugga Samherjamálsins var blásið til nokkurra mótmælafunda fyrir áramót undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði. Þess var - og er enn krafist - að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings. Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins, segir öll velkomin á mótmælafundinn. Lýðræðið sé sameign allra landsmanna og þess vegna sé það á ábyrgð hvers og eins að láta það virka sem skyldi. „Það gleymist svo oft, þegar við tölum um sameign, hvað við virkilega eigum saman. Jú, við eigum heilbrigðiskerfið, vegakerfið og menntakerfið en við eigum líka lýðræðið okkar saman. Það er á ábyrgð okkar allra að láta það virka. Nú höktir það talvert mikið í höndunum á Alþingi og þá verðum við að sýna Alþingi að okkur þyki nógu vænt um þingið og lýðræðið til þess að veita því alvöru aðhald.“ Katrín segir að mótmælendur muni halda áfram þar til stjórnvöld bregðast við ákalli þeirra. „Ég er að minna þau á það að það er sú staðreynd uppi í samfélaginu okkar að við erum með mjög skýrar kröfur frá almenningi um það að við viljum ákveðnar breytingar og það er líka mjög skýrt að það er ekki verið að hlusta. Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa eins og væntanlega er von þeirra sem skella skollaeyrunum við þessu. Við höldum áfram alveg þangað til við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur.“
Alþingi Reykjavík Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira