Tónn ríkisstjórnarinnar falskur þótt fagurgalinn heyrist á milli Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 20:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm „Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira