Tónn ríkisstjórnarinnar falskur þótt fagurgalinn heyrist á milli Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 20:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm „Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira